sunnudagur, 1. janúar 2006

Gleðilegt nýtt ár 2006!

Þá er nýtt ár gengið í garð hér í Danaveldi en hins vegar eru enn tíu mínútur í það heima á klaka. Því óska ég ástvinum nær og fjær gleðilegs nýs árs og þakka fyrir þau gömlu og góðu.

Við erum hér í nýárspartýi hjá froskum í góðum félagsskap, búin að snæða lax og sjóbirting, steikta sveppi og tofuís svo fátt eitt sé nefnt. Upp úr miðnætti var síðan skálað og þust út á svalir til að fylgjast með hvernig Daninn hagar sínum rakettumálum. Þeir virðast ekkert vera að flýta sér að sprengja allt upp á slaginu eins og gert er heima og það fékk mig til að hugsa: Eina skiptið sem Íslendingar eru stundvísir er á áramótum, þegar bomban á helst að springa þegar sekúndan tikkar úr 23:59:59 yfir í miðnætti.

Danir sprengdu hins vegar alveg nóg fyrir minn smekk en virðast haga því öðruvísi, dreifa bombunum yfir lengri tíma og eru að sprengja jafnt og þétt frá miðnætti og fram til hálf eitt en hins vegar fer ekki mikið fyrir sprengjum fyrir miðnætti.

Læt þessa skýrslu duga, verð að fara að fylgjast með töfrabrögðum og svo er tal um að dansa zorba. Djeddjað!

2 ummæli:

Tinnsi sagði...

Gleðilegt nýtt ár Ásdís og Baldur! Sammála því að besta myndin er af ykkur skötuhjúum í rússibana, bestu kveðjur frá Chicago, Tinna og Óli

ásdís maría sagði...

Takk fyrir kveðjuna, bestu óskir um gleðilegt ár frá okkur til ykkar í Chicago.