Seinasti dagur ársins er nú runninn upp og kjörið við það tilefni að líta um öxl og taka út árið 2005. Ég útbjó lítinn lista til að auðvelda mér verkið og hafði gaman af.
Afrek ársins: Rífa sig upp og flytja til Kaupmannahafnar.
Besta bókin: The No. 1 Ladies Detective Agency serían eins og hún leggur sig.
Besta platan: The Beekeeper eftir Tori Amos.
Besta myndin: Hotel Rwanda.
Besta lagið: Somewhere Over The Rainbow/What A Wonderful World með Israel Kamakawiwo'ole.
Mesta gleðin: Þegar við fluttum inn á Frederikssundsvej og komumst að því að íbúðin var ekki hrörleg og óspennandi eins og við höfðum búið okkur undir heldur frábær. Líka að eyða ágústmánuði í Kaupmannahöfn.
Mestu vonbrigðin: Að finna hvergi Laugardalslaugina í Kaupmannahöfn.
Besta gjöfin: Lífsgleðin.
Skemmtilegasta uppgötvunin: Amadou & Mariam.
Skondnasta atvikið: Þegar ég hljóp upp vitlausan stigagang og fannst eins og einhver hefði fært til nöfnin á hurðunum þar sem okkar nafn var ekki á hurðinni til hægri á fjórðu hæð.
Einkennisdýr ársins 2005: Tígrisdýr.
Litur ársins 2005: Fjólublár.
Ljósmynd ársins: Af okkur skötuhjúum í Rutschebanen á Bakken.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli