Á afmælidaginn minn var Baldur svo sætur að hunsa bann mitt við að gefa mér afmælisgjöf og færa mér David Attenborough seríuna Dyrelivets Trængsler: Den komplette TV-serie fra BBC.
Undanfarin tvö mánudagskvöld höfum við síðan kúrt okkur yfir tveimur fyrstu þáttum seríunnar og orðið margs vísar. Eða vissuð þið kannski að einhver bjöllutegund í einhverju landi einhverstaðar langt í burtu nær að fjölga sér með því að nokkrar fórnfúsar lirfur skipta sér upp í þrjátíu einstaklinga?
Eða að einhver flugutegund út í heimi notar hinn fullkomna stað til að verpa eggum sínum, þ.e. inn í lirfu sem síðan nokkrum dögum síðar er étin lifandi innanfrá af afkvæmunum sem eru að klekjst út?
Trúið mér, nú veit ég hvaðan rithöfundar fá hugmyndir fyrir vísindaskáldskap sinn. Ég mæli hiklaust með þessari seríu en þó ekki með nasli meðan á áhorfi stendur, það gæti orðið subbulegt.
2 ummæli:
Til hamingju með afmælið skvísa :)
Ú takk fyrir :)
Skrifa ummæli