Í dag tók ég munnlegt próf í tölfræði. Ekki hef ég áður tekið munnlegt próf í talnafagi en einhvern tímann er allt fyrst. Prófið samanstóð af tveimur spurningum sem ég átti að svara og ræða við prófdómarana í tuttugu mínútur.
Að prófi loknu var ég svo sendur fram á gang meðan prófdómarar réðu sínum ráðum. Það tók þá fimm mínútur að sammælast um niðurstöðu og að mínu mati er það helsti kostur munnlegra prófa framyfir skrifleg því fimm mínútur eru þægilegri biðtími en fimm vikur.
En eins og vanalega þá ræði ég þetta ekki frekar, aðalatriðið er að prófið skuli vera að baki og að það gekk vel.
3 ummæli:
Til hamingju með sigurinn! Langflottastur!
Til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Glæsilegt á góðum degi. Svona próf vil ég lika taka. Tala mig til niðurstöðu.
islendingen
Skrifa ummæli