Við fengum svo að segja nýjan haus um daginn. Sko sturtuhaus. Hann er reyndar ekki alveg nýr, bara endurbættur.
Við lögðum hann kalkstíflaðan í mínus kalkbað eins og lög kveða á um og því má segja að við höfum lagt höfuð í bleyti (aha). Við höfðum vanrækt það þar til nú og vorum lengi búin að klóra okkur í hausnum (þeim líffræðilega) yfir því dularfulla minnkandi vatnsmagni sem sprautaðist úr hausnum (sturtunnar).
Þegar við svo prufuðum gripinn eftir afkölkunina fundum við stórmun. Ef ekki er hægt að tala um nýjan haus þá er allavega hægt að tala um nýtt líf.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli