Ég veit ekki hvað það segir um geðheilsuna að vakna með Lífsdansinn sönglandi í hausnum.
Við skulum dansa á rósum
í leiftrandi ljósum,
lífsmarkið setja hátt.
Hamingju leita og lífsdansinn þreyta í sátt.
Þetta augnablik er ævintýr
sem ekki líður hjá
og án þess verður lífið lítils virði.
Það er þó bót í máli að mér tókst að smita Baldur og nú er hann að flippa, haha!
4 ummæli:
ó ég veit! Þetta boðar Eurovision!
Hefndin er sæt, Baldur kann formúluna: margar góðar sögur amma sagði mér... tikktakk!
Illa er farið með góðan dreng. Varið ykkur ég finn eitthvað verra...
Eitthvað verra en "margar góðar sögur amma sagði mér"? Eins og Færeyingurinn orðaði það forðum: Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta.
Annars var ég að finna nýjan botn í vísuna, svona hljóðar hún núna: "Margar góðar sögur amma sagði mér, sem afi löngu búinn var að segja mér" - tíhí.
Ekki slæmt... ég meina, alveg hryllingur!Þess vegna reyndi vafrinn að koma í veg fyrir að ég opnaði þennan ummælakassa! Þessi með hundinn er líka ömurleg: ...og þúsund krónurnar, og þú mátt hafa dollarann og pundið - þú tekur bátinn osfrv. en ÉG skal taka hundinn.
(Án hundsins er vistin leiðinleg...)
Skrifa ummæli