Úr barnapíustarfinu urðum við því miður að rífa okkur seinni partinn til að mæta upp á skrifstofu UNIC, kosningar í embætti innan EB (Executive Board) voru nefnilega yfirvofandi. Fyrst þurftum við að hlusta á ræður þeirra tveggja sem buðu sig fram sem LCP (Local Committee President) og síðan þeirra sem buðu sig fram til annarra embætta.
Þrátt fyrir smæð hópsins fór allt formlega fram og var kosið leynilega. AIESEC hefur sérkennilega hefð í tengslum við kosningar, þeir sem ná kosningu í embætti fá yfir sig vatnsgusu í tilefni af því. Þegar ég sá aðfarirnar var ég bara hálffeginn að hafa ekki látið á þetta reyna.
En aftur að fyrri störfum sem barnapíur, hér eru nokkrar myndir af þessum merka atburði. Tökum við okkur ekki vel út sem barnapíur? Það finnst mér.
Í fyrstu voru barnapíurnar stilltar og höguðu sér vel...
Svo fór önnur þeirra að einoka myndavélina...
3 ummæli:
Myndirnar af ykkur eru alveg frábærar!
Og jú, þið takið ykkur mjög vel út sem barnapíur enda mjög góðir passarar.
Þetta er allt myndavélinni að þakka hvað við myndumst öll vel :0)
Skrifa ummæli