þriðjudagur, 18. apríl 2006

SRB umsókn

Ég var harðákveðin í því að skila af mér SRB umsókninni í dag og mér tókst það, hjúkket. Skilafrestur rennur reyndar ekki út fyrr en um hádegi þann 20. en mér fannst bara best að ljúka þessu af.

SRB stendur fyrir Student Review Board en fyrir þá nefnd ber manni að fara ef maður ætlar í starfsnám á vegum AIESEC. Og til að fá að fara fyrir nefndina þarf maður að sækja um það sérstaklega, þar með er maður kominn með SRB umsókn.

Í umsókninni eru m.a. lagðar fyrir mann fimm spurningar og varð ég að klóra mér dálengi í hausnum áður en mér tókst að svara einni þeirra. Eða hvernig mynduð þið eiginlega lýsa grænum lit fyrir blindri manneskju?

Engin ummæli: