Í dag hitti ég Ólympíuhópinn minn til þess að klára (eða því sem næst) verkefnið okkar. Verkefnið er stórt í sniðum og ansi yfirgripsmikið, stefnan er tekin á rúmar 50 blaðsíður og gengur vel. Mér finnst gaman hvað hópurinn vinnur vel saman og hversu vel hefur gengið að samhæfa íslenskan, spænskan og norskan hugsunarhátt.
En engin er hópavinnan án góðs kaffitíma og vildi svo heppilega til að restin af afmæliskökunni sem Ásdís bakaði var laumufarþegi í töskunni minni. Vart þarf að spyrja að leikslokum: laumufarþeginn fannst, var skorinn í bita og etinn upp til agna.
Frá vinstri: Laura, Martin, Cesar & getið hver...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli