þriðjudagur, 9. maí 2006

Húsmóðirin í NordVest

Við Baldur vorum að gantast með það hversu klippt ég væri út úr húsmæðrablaði 6. áratugarins þegar ég í morgun fylgdi honum úr hlaði og gaf honum koss áður en hann hélt upp í CBS.

Ég var klædd í hnésítt pils og hafði töflur á táslum en rúsínan í pylsuendanum var svuntan sem ég hafði ekki gefið mér tíma til að taka af mér.

Verkefni dagsins eru líka alveg í takt við þetta hlutverk: þvo þvott, ljúka sumartiltektinni, versla inn, uppvask og almenn þrif og síðan sólbað á svölunum, helst með spennubók og svaladrykk mér við hönd.

Engin ummæli: