mánudagur, 22. maí 2006

Nostalgía

Þegar Eurovisionkeppnin er yfirstaðin verð ég stundum niðurdregin, eins og ég hafi verið að kveðja gamlan vin sem ég kem ekki til með að sjá í bráð. Á slíkum stundum er gott að gefa eftir nostalgíunni og rifja upp góðar stundir.

Á vefnum youtube.com fann ég nokkur myndbönd úr uppáhaldskeppninni minni frá Zagreb 1990 og hef skemmt mér við að rifja upp kynnin. Þessi keppni stendur mér ljóslifandi í minni, eflaust vegna þess að við áttum kynningarmyndböndin á spólu og ég horfði á þau aftur og aftur og aftur.

Af uppáhaldsframlögum keppninnar voru systurnar frá Spáni sem lentu í byrjunarörðugleikum sem urðu til þess að þær gengu af sviðinu; júgóslavneska Marilyn Monroe-in; franska lagið með svörtu söngkonunni, trommunum og enska viðlaginu (sem þýddi að ég gat sungið með); ísraelska söngkonan sem lak niður hljóðnemastöngina og gaf áhorfendum sitt breiðasta bros og auðvitað Sigga og Grétar sem dilluðu sér í Einu lagi enn. Gullnar minningar.

Engin ummæli: