Eins og svo margir þá vorum við Ásdís að enda við að horfa á Eurovision keppnina í beinni frá Grikklandi. Finnsku rokkskrímslaenglarnir báru höfuð og herðar yfir aðra keppendur í stigum talið eftir vægast sagt stórbrotna frammistöðu.
Það er skemmtilegt til þess að hugsa að Finnland hefur tekið þátt í þessari keppni frá því 1961 en aldrei unnið áður og því aldeilis kominn tími á þetta. Í stuttu máli sagt: Góð keppni, gott sigurlag og magnað makeup. Til hamingju Finnland!
8 ummæli:
Ég er ekkert smá ánægð með Finnana! Kominn tími til að þeir ynnu keppnina eftir allan þennan tíma.
Jamm við horfðum ekki á þetta en finnska lagið var það eina sem ég sá, það var fyrir mörgum vikum, og leist vel á. Sá Silvíu seinna en hún skyggði varla á Finnana, allt önnur deild, another ballgame. Húrr púrra súómí!
Tack sa mycket Lordi.
Euro new vision.
Halleluja.
Tack sa mycket Suomi.
Tack Lordi.
Jess Lordi eru æði :)
Ætlið þið ekki að kíkja á klakann í sumar?
Já hvernig er það, getum við hitt ykkur eitthvað milli 15 júní og 15 júlí á gamla góða?
Ekki höfum við Ásdís ráðgert að ferðast til kexverksmiðjunnar þetta sumarið. Þó má eiga von á okkur með haustinu.
Hef ekkert á móti Finnum, tværtimod, en þeir eru að verða einsog stillimynd, if you get my meaning. There's more to you than meets the blinking eye...
Ég er sammála systur minni. Held að allir séu búnir að komast að því að Finnar hafi unnið. Húrra!!
Hvað er annars nýtt að frétta?
Skrifa ummæli