Við buðum um daginn Jens vini okkar í látlaust síðdegissnarl. Umrætt síðdegissnarl átti sé stað í dag en ekki var það látlaust. Plönin höfðu heldur betur undið upp á sig í millitíðinni og úr varð hvorki meira né minna en þríréttuð glæsimáltíð.
Forréttur: Grafinn lax, graflaxssósa, tvennslags bagettur
Aðalréttur: Ítölsk grænmetissúpa a la Ásdís borin fram með parmesanosti, ferskri steinselju og graslauk. Í meðlæti grískt fetasalat, hvítlauksostur og bagettur
Eftirréttur: Pönnsur a la Ásdís bornar fram með strásykri, bláberjasultu og rjóma
Með forrétti og aðalrétti var borið fram vín hússins: Le Grande Rynkebyé berjasaftée 2006. Með eftirrétti var boðið upp á léttmjólk í glösum og te í bollum (sem þótti af gestinum fremur framúrstefnuleg framsetning).
Vitanlega varð öllum vel af matnum og glæddust miklar umræður (sem allar fóru fram á dönsku) um allt frá íslenskri þjóðtrú til Berlínarmúrsins. Út frá umræðunum bauð Jens okkur í heimsókn til heimabæjar síns Rostock þaðan sem hann hefur skipulag marga dagsferðina fyrir okkur um gjörvallt Þýskaland.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli