Nú er ég búinn að gera nokkrar tilraunir með mangólassann góða. Nú er hann þykkari og betri. Uppskriftinni hef ég að sjálfsögðu breytt og er hún nú sem hér segir:
1 mangó 1 bolli af mjólk 2 bollar af jógúrt 2 matskeiðar sykur (einnig hægt að nota hunang eða hlynsíróp) Nokkrir klakar
Byrjað á að hakka mangóið í sósu og svo öllu öðru hent út í og blandað þar til froða er byrjuð að myndast. Njótið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli