Já, það rigndi í dag. Í morgun þegar ég vaknaði var allt þurrt og leit út fyrir að ég yrði enn einu sinni svikinn af dönsku veðurstofunni. En viti menn! 5 mínútúm áður en við lögðum af stað út úr húsi byrjuðu þúsundir klóna af Dolla dropa að falla til jarðar.
Allt sem tengdist vinnunni varð léttara og þar með talið hekkmorðingjasvitapuðið. Hvorki komu þrumur né eldingar en ég er engu að síður mjög þakklátur fyrir bleytuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli