mánudagur, 24. júlí 2006

Latur leiðir latan

Ég hef komist að raun um það að hiti eykur á leti manns. Því meiri hiti því minni framtakssemi. Sem betur fer hefur þessi leti lítið komið að sök. Reyndar nennum við ómögulega að vaska upp því að stinga höndum ofan í heitt vatn er ekki hátt skrifað hjá okkur þessa dagana. Uppvaskið situr því á hakanum.

Hins vegar er það hitanum að þakka að við höfum varla þurft að búa um rúmið í júlímánuði því við sofum ofan á sængunum allar nætur. Að skríða undir voðir er nefnilega ekki heldur hátt skrifað hér á bæ, það væri einfaldlega åndsvagt að gera það.

Engin ummæli: