Þegar maður vinnur við garðyrkju í Danmörku er ýmislegt öðruvísi heldur en á Íslandi. Ber þar helst að nefna dýralífið t.d. er það sem Danir kalla guldsmed ekki neitt líkt gulum eða gylltum járnsmiðum. Nei, það er fljúgandi og risastórt. Nánar tiltekið u.þ.b. jafnlangt og langatöng á mér.
Í stuttu máli þá eru miklu fleiri skordýr en svo eru líka önnur dýr, til allrar hamingju. Um daginn var ég að týna rusl í Rektorparken og rek augun í einhvern sem er upptekinn við að týna hnetur, íkornakríli í akkorðsvinnu. Að sjálfsögðu ekkert nema skottið og voða sætur.
Ekki gæti ég skrifað færslu um vinnudýr án þess að minnast á svansungana sem Ásdís minntist á um daginn. Ég komst nefnilega að því að þeir eiga svolítið sameiginlegt með mörgum íslenskum krökkum og það er að líka ekki skorpan á bakaríisbrauði.
Ég stóð þá að því um daginn að hafa tekið heilt franskbrauð og holað það að innan svo ekkert var eftir nema skorpan auk lítilla gata á sitthvorum enda. Ég leyfi mér að efast um að mannabörn næðu þessu svona listavel og hvað þá með hausinn inni í brauðinu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli