Í gærkvöldi þegar við vorum að ganga til náða byrjaði að rigna eins og hellt væri úr fötu. Eftir smástund af rigningu komu blossar með tilheyrandi látum, ég elska þrumuveður.
Við stóðum drjúga stund og fylgdumst með umferðinni skolast niður þá á sem FrederiksSUNDsvej var orðinn. Áður en gengið var til náða urðum við þó að sjá hvernig bakgarðurinnn liti út í svona úrhelli og hvernig niðurföllin tækju við.
Sem við stóðum og góndum yfir portið af litlu eldhússvölunum urðum við vör við blossa sem ekki fylgdu neinar þrumur. Í einum af gluggunum sem snúa að portinu hélt laumuleg hönd á myndavél og smellti af okkur myndum í gríð og erg. Við eigum semsé einhvern skrítinn granna og til að forðast frekar papparassinn at'arna fórum við inn að sofa. Það er gott að sofa í þrumuveðri, bra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli