sunnudagur, 6. ágúst 2006

Leitað langt yfir skammt

Þegar við vorum nýflutt til stórborgarinnar og þekktum okkur ekkert sérlega vel stunduðum við það af kappi að leita langt yfir skammt.

Ég get tekið baunir sem dæmi. Við byrjuðum á því að finna heilsubúð í Field's og keyptum þær þar. Síðan uppgötvuðum við heilsubúð á Nørrebrogade og hjóluðum þangað.

Auðvitað kom svo í ljós að hinar ýmsu gerðir bauna og linsa fást hjá grænmetissalanum við hliðiná. Við uppgötvuðum það hins vegar ekki fyrr en nokkrum vikum síðar þegar við loksins hættum okkur þangað inn.

Nú erum við alveg orðin vön því að þurfa ekki að fara lengra en 50 metra til að verða okkur úti um nær allt sem okkur vanhagar um. Stórborginni hefur augljóslega tekist að temja okkur að sínu tempói.

Engin ummæli: