Ég elska ágústmánuð. Hann er að mínu mati besti mánuður ársins. Þá er nefnilega enn hlýtt og enn sumar en þó farið að rökkva fyrr.
Eins og mér þykir nú vænt um bjartar sumarnætur er ég alltaf fegin þegar þær kveðja, mér finnst nefnilega miklu auðveldara að sofna í dimmunni. Reyndar er erfiðara að vakna í rökkri en það er annar handleggur.
Það er ákveðin angan og notalegt andrúmsloft sem fylgir ágústmánuði, þá er aftur tíðin til að njóta kertaljóss eða fylgjast frá svölunum með bremsuljósum bílanna. Ætli ég sé ekki að verða einhvers konar síðsumars/haustdýrkandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli