þriðjudagur, 26. september 2006

Cirque du freak

Í fyrrakvöld kláraði ég fyrstu bókina í seríunni Cirque du Freak eftir Darren Shan. Upphaflega uppgötvaði ég þessa bók fyrir algera tilviljun þegar ég var staddur í bókabúð CBS og kíkti af rælni í tilboðshornið, rak augun í þennan líka áhugaverða bókartitil og ekki fyrir nema 10 kall.

Ég greip bókina og las baksíðuna. Það fyrsta sem ég rak augun í voru meðmæli J.K. Rowling, móður Harry Potters og félaga. Hún sagði bókina þess eðlis að lesandann þyrsti sífellt í meira og ef hún segir það, þá er ég hræddur um að það sé svakalegt.

Ég hakkaði bókina semsagt í mig um leið og tími gafst til og nú þyrstir mig í meira. Ég mæli með þessari bók fyrir alla sem fíla Harry Potter, Lestat og ýmislegt þar á milli, ekki spillir að þetta sé allt í sömu bókinni. Nú hætti ég svo ég tali ekki af mér en bið ykkur að varast að lesa eitthvað um bókina á heimasíðum, það er kjaftað frá allt of miklu.

Engin ummæli: