Afköstin í skrifunum hafa hægt verulega á sér á undanförnum tveimur vikum. Ég er búin að vera föst í kafla sex og sjö í rúma viku. Sem þýðir að ég hef setið við tölvuna, horft til skiptist á tölvuskjáinn og út í loftið og langað að grenja og rífa í hárið.
Í gær tók ég aftur upp bók Harry F. Wolcott sem ég hafði ekki kíkt í frá því síðast. Þá las ég bók hans með mjög góðum árangri og reyndist hún mér svo mikil hvatning að hún fleytti mér frá júní til september.
Í þetta skiptið fann ég aftur hvatningu í prentaða orðinu. Sérlega hjálpleg fannst mér ráðleggingin um að ef maður geti ekki skrifað góðan texta skuli maður skrifa slæman texta. Rökin eru þau að til að betrumbæta textann þurfi að vera einhverjum texta til að dreifa. Svo nú ætla ég að skrifa verulega slæman texta svo ég geti betrumbætt hann og þannig gert hann að virkilega góðum texta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli