laugardagur, 2. september 2006

Verkefnavinna

Þann 28. ágúst síðastliðinn setti ég spurningalista lokaverkefnis míns út á netið og sendi hann á hluta af nemendum Háskóla Íslands. Áður en ég byrjaði á verkefninu hugsaði ég sem svo að spurningalistinn væri fljótlegasti og einfaldasti hlutinn. Mér skjátlaðist.

Spurningalistinn var tímafrekasti, flóknasti og mesti föndurhluti ritgerðarinnar (so far...) meðan t.d. fræðilegi hlutinn var miklu fljótlegri. En svo ég haldi áfram með það sem ég ætlaði að segja ykkur, þá stöðvaði ég gagnasöfnun í dag og tók áðurnefndan spurningalista af netinu með mikilli viðhöfn.

Þeir sem þekkja til vita að nú er ný vinnutörn hafin: SPSS.

Engin ummæli: