Í gær var fallegur sumardagur. Í dag var alveg eins veður nema hvað það var fallegur haustdagur. Í mínum huga liggja nefnilega skil árstíðanna á þessum mánaðarmótum, eða hafa í það minnsta gert hingað til.
Ástæðan er sú að síðustu sex ár hefur 1. september verið fyrsti dagur skóla og þar með fyrsti dagur haustannar. Og ég sver að þá byrjar að hausta á Íslandi. Núna er ég hins vegar ekki á leið í skólann og veðráttan er svo mild og fín að þessi skörpu árstíðarskil ættu ekki að fá dafnað í huga mér. Engu að síður sver ég að það var svalara í dag en í gær.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli