fimmtudagur, 31. ágúst 2006

Ágústannáll

Ágústmánuður leið bæði hægt og hratt. Hann leið hratt af því við vorum svo upptekin við vinnu en hann leið líka hægt af sömu ástæðu, maður var svolítið fastur í sama deginum allan mánuðinn.

Á milli þess að stunda í stússi tengdu MA ritgerðinni á borð við að skrifa kafla og skila þeim af mér, fá frí í vinnunni til að geta unnið betur í annarri vinnu, komast á gott skrið í ritgerðinni og verða fyrir vikið fangi hennar, tóks mér merkilegt nokk að hugsa um ýmislegt annað.

Þar ber helst að nefna lakkrísteið sem ég hef núna drukkið ófáa lítrana af og mæli eindregið með við annað tedrykkjufólk. Á sama tíma og ég bætti þessum nýja tepakka við safnið var ég upptekin af því að klára birgðir úr skápum heimilisins. Staðan í dag er sú að enn er langt í land og sjáum við ekki fram á að ná settu marki án þess að bjóða einhverjum til veislu.

Þá fórum við á stúfana og reyndu að selja húsgögnin okkar með slæmum árangir og skráðum okkur í danskt stéttafélag til þriggja vikna með góðum árangri. Síðast en ekki síst horfðum við á alla Lost nr. 2. Talandi um afrek.

Engin ummæli: