Við plötuðum Henrik í vinnunni til að prenta út auglýsingar sem við útbjuggum til að selja búslóðina okkar. Á auglýsingapésann höfðu við sett inn myndir af húsgögnum beint af vef Ikea og fyrir vikið var hann bæði smekklegur og litríkur, tveir veigamiklir þættir í auglýsingagerð (tíhí).
Um helgina fórum við svo og hengdum pésana upp þar sem því var við komið: bókasafnið, Netto, Fakta og Jerusalem (grænmetissalinn á horninu), Jónshús og Øresundskollegíið.
Enn sem komið er hafa aðeins tveir hringt, báðir frá kollegíinu og báðir urðu fyrir jafn miklum vonbrigðum að uppgötva að við búum ekki á þar heldur einhvers staðar lengst í burtu í Nord Vest.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli