laugardagur, 19. ágúst 2006

Kuldakreista

Það liggur við að maður taki upp vetrarsiði hér um mitt sumar, nefnilega fótabað og múmínálfalestur fyrir svefninn. Það kólnaði sumsé í síðustu viku og ég, sem greinilega er orðin of góðu vön, fæ gæsahúð og kuldahroll í 20°C hita.

Ég var einmitt að segja Tine um daginn að þetta væri ekki nógu góð þróun, ég mætti ekki vera svo veðurdekruð að ég kæmist aldrei aftur á klakann. En það er í raun ekki við mig að sakast heldur er ég leiksoppur öfgakenndrar danskrar veðráttu.

Engin ummæli: