Við erum þessa dagana að vinna í því að klára úr skápum alla þá matvöru sem við höfum sankað að okkur í gegnum tíðina: hrísgrjón, linsur og baunir, morgunkorn, hrökkbrauð, hnetusmjör... þetta er langur listi.
Það gengur mjög hægt en sem betur fer byrjuðum við að huga að þessu fyrir nokkrum vikum. Núna miðast öll matreiðsla út frá því sem til er á heimilinu. Út af þessu höfum við t.d. haft hrísgrjónagraut í kvöldmat undanfarnar vikur, jafnvel meðan hitabylgjan varði. Talandi um að vera staðráðin í að klára birgðirnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli