Þá er kominn tími á smá MA fréttir. Helgin sem leið var sannkölluð vinnuhelgi. Ég steig varla út fyrir hússins dyr heldur eyddi ég öllum stundum frammi fyrir tölvuna, pikkandi villt og galið á lyklaborðið.
Síðustu tvo daga var ég síðan í fríi frá vinnu. Ég sat við í fríinu og lærði enda er ég fangi tölvu, lyklaborðs, skilafrests og míns eigin metnaðar. Fyrir vikið er ritgerðin líka öll að koma saman, sex kaflar komnir í hús. Um miðjan mánuð kláraði ég kafla 1 og 8, fyrir helgi kláraði ég kafla 5 og í gær lauk ég við kafla 2.
Bara tvær vikur og þrír kaflar til viðbótar auk prófarkalesturs og yfirferðar og ég er laus úr prísundinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli