Nei, ég á ekki við vængina tvo sem ég gróf á dögunum. Ég vona innilega að þeir séu á sínum stað og fari ekki að ganga aftur (fljúga aftur?).
Nei, ég er að vísa í kafla í MA ritgerðinni. Eldsnemma í morgun kláraði ég yfirferð á aðferðafræðihluta MA ritgerðarinnar. Sá hluti samanstendur af tveimur köflum, annars vegar kaflanum Aðferðir og framkvæmd og hins vegar kaflanum Vettvangur mannfræðinnar.
Rétt áður en ég hélt til vinnu sendi ég þá síðan af stað til Unnar Dísar leiðbeinanda. Það þýðir að nú eru aðeins níu kaflar eftir. Það er reyndar töluvert en níu er þó betra en ellefu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli