Við skötuhjú brautskráðumst á laugardaginn var frá Háskóla Íslands. Baldur fékk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og ég fékk M.A. gráðu í mannfræði, brautskráðist meira að segja með ágætiseinkunnina 9,33 :0)
Eftir athöfnina í Háskólabíó vorum við með lítið útskriftarteiti á Þinghólsbrautinni. Við fengum marga góða gesti til okkar og margt góðra gjafa. Við þökkum kærlega fyrir okkur og njótum þess nú að ganga um húsið sem skyndilega er úttroðið af marglitum blómvöndum.
Á sjálfan útskriftardaginn fékk ég símhringingu frá Ólöfu Rún á Rás 1, hún bað mig um að koma í viðtal í morgunþáttinn sinn á mánudagsmorgni. Og þar sem ég er einstaklega hjálpleg samþykkti ég það og reif mig upp snemma í morgun til að mæta á Morgunvaktina og fjalla um rannsóknina mína. Þeir sem hafa áhuga á að heyra viðtalið geta gert það með því að kíkja á ruv.is eða smella hér.
4 ummæli:
Til hamingju með gráðurnar! Svaka glæsilegt hjá ykkur.
Já nú segi ég aftur til hamingju ;) Ég hlustaði á viðtalið og þetta er mjög áhugavert efni sem þú hefur verið að fjalla um.
Flott viðtal, gaman að hlusta á það.
Ó takk fyrir fallegar kveðjur. Til hamingju sjálf Kristjana með gráðuna!
Skrifa ummæli