Fyrir ári síðan gerði ég uppgjör fyrir árið 2005 til að súmmera það upp í nokkrum meginþáttum, mismikilvægum en þó aðallega skemmtilegum. Ég ætla mér núna að endurtaka leikinn, mér til gamans og vonandi öðrum líka.
Afrek ársins: Klára meistaranámið og stökkva út í djúpu laugina, nefnilega djúpa Indland.
Bók ársins: Sumarljós, og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson.
Plata ársins: Piece by piece með Katie Melua.
Kvikmynd ársins: Jafntefli milli Spirited away, Ferðalag keisaramörgæsarinnar og Corpse Bride.
Lag ársins: Sorry og Hung up með Madonnu (hækkaði alltaf vel í græjunum þegar þessi tvö heyrðust í útvarpinu í sumar, ég vona að Tine sé búin að fyrirgefa mér).
Mesta gleðin: Standa á sviðinu í stóra sal Háskólabíós og taka á móti prófskírteininu við lófaklapp.
Mestu vonbrigðin: Komast ekki með pabba til Spánar í sumar.
Besta gjöfin: Framkvæmdagleðin.
Skemmtilegasta uppgötvunin: Að enduruppgötva hve mannfræðin eru skemmtileg fræði og hve eigindleg rannsóknaraðferð er spennandi. Líka nýja matarræðið okkar B. Og Kraká að sjálfsögðu.
Skondnasta atvikið: Þegar ég lét piltinn sem vísaði okkur vegar í Kraká fá að launum seðill sem reyndist tilheyra tíma kommúnismans og ekki vera gjaldgengur lengur. Vandræðagangurinn í stráknum var ekkert á borð við minn þegar ég uppgötvaði hvers lags var.
Einkennusdýr ársins: Fálki.
Litur ársins: Rústrauður (eins og allir nýju bílarnir sem mér leist vel á og eins og Asíu bakpokinn minn).
Ljósmynd ársins: Af okkur kærustuparinu við útskriftina.
2 ummæli:
Hæ hæ vorum að skoða síðuna ykkar og myndirnar og dáumst að ykkur, þið eruð algjörar hetjur, rosa dugleg. Sendi ykkur hlýja strauma og við höldum áfram að fylgjast með ykkur.
Klakakveðjur,
María og Kári
Æ hvað þið eruð sæt að senda okkur svona ljúfa kveðju. Kærar þakkir og bestu óskir til ykkar á nýju ári.
Skrifa ummæli