sunnudagur, 31. desember 2006

Desemberannáll

Þá er komið að síðasta mánaðarannál þessa árs, mér til mikillar gleði. Þetta hefur verið skemmtileg tilraun en hér með gerist það heyrikunnugt að þeirri tilraun líkur hér og nú. Komi ég til með að sakna þessara samantekta get ég alltaf tekið upp á að gera fjórðungsannálla á borð vor-, haust-, sumar- og vetrarannála.

Núnú, desember var svolítill mánuður óvissu og öfga. Ýmist vorum við á leið til Indlands eða sáum fram á notaleg jól á klakanum. Framan af gat ég þó gefið mér tíma í smá lestur og las með mikilli ánægju tvær bækur úr jólabókaflóðinu: Nótt úlfanna og Sér grefur gröf. Eftir miðjan mánuðinn fór hins vegar mest lítið fyrir nefi mínu í bókum. Sömu sögu var að segja af kvikmyndum mánaðarins sem voru aðeins þrjár talsins, hver annari ólíkar og skemmtilegri: V for Vendetta, Casino Royal og Borat. Mæli með þeim öllum.

Fyrirferðast í mánuðinn var undirbúningur fyrir Indlandsferð sem náði hámarki eftir að við fengum vegabréfsáritun í hús. Þá keyptum við flugmiðana til Mumbai, kláruðum síðustu bólusetningarnar og fórum í að redda ýmsustu hlutum sem þarf í svona bakpokaferðalag.

Seinni hluta mánaðarins eyddum við svo á Indlandi. Eftir að hafa upplifað dag í Mumbai tókum við af stað til Goa þar sem við fundum okkur fullkomna strönd og áðum þar. Þar fékk annað okkar fínan rakstur fyrir jólin en haldið var upp á þau í skreyttri strákofabyggð innan um svín, hænsn og trumbusláttur. Til að bæta í dýrsafnið fórum við að sjá höfrunga stökkva úr sjónum á jóladag og þannig held ég að desember hafi verið mánuður dýralífs.

Engin ummæli: