mánudagur, 12. febrúar 2007

Bandh

'Holiday tomorrow,' sagði Gary glaður í bragði. 'No, prison,' sagði Simon. 'Holiday you go outside, prison you stay inside.'

Þessi samskipti félaga okkar úr Robertson House fóru fram í gærkveldi og komu til af því að í dag skall loksins á hið langyfirvofandi verkafall. Hér á bæ ganga slík fyrirbæri undir heitinu Bandh sem merkir lokun. Yfirleitt eru slík verkföll skipulögð af verkalýðsfélögum og stjórnmálaflokkum sem fyrirskipa algjöra stöðvun í samfélaginu til að koma mótmælum sínum á framfæri. Að þessu sinni beindust mótmælin að Tamílum hér í borg því Karnataka fylki og Tamil Nadu deila um not á fljót sem rennur í gegnum bæði fylkin.

Bandh-ið stóð yfir frá sex að morgni til sex að kvöldið og var fólki ráðlagt að halda sig innandyra á því tímabili þar sem búist var við óeirðum. Aðfaranótt verkfallsins svaf ég því í Robertson House til að sleppa við að sitja föst í mínu gistiheimili allan daginn (það er sko miklu skemmtilegra í Robertson House).

Dagurinn leið við lestur og rólegheit. Nú vona ég bara að þessir stofufangelsisdagar séu liðnir.

Engin ummæli: