Ég mætti tiltölulega seint til vinnu í dag, rétt upp úr tvö og var komin heim rétt fyrir þrjú. Ég var varla fyrr komin en ég var send aftur heim og þá getur maður sagt: betra heima setið en af stað farið.
Asha á skrifstofunni útskýrði fyrir mér á sinni óskýru ensku hvernig í málunum lá. Ég fékk vitaskuld enga heildstæða mynd af því en skyldist á henni að allar skrifstofur væri í óða önn að senda starfsfólk sitt heim vegna yfirvofandi verkfalls. Og svo átti þetta verkfall á einhvern hátt að tengjast orku og vatni en ég fékk engan botn í það.
Þegar til kastanna kom varð ekkert úr þessu verkfalli þann daginn en það er enn yfirvofandi. Reyndir menn úr borginni eins og Simon í Robertson House segir að yfirleitt sé allt svo rólegt í borginni. Hins vegar erum við nú þegar búin að lenda í uppþoti og óeirðum og bíðum núna spennt eftir að upplifa verkfall á indverska vísu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli