sunnudagur, 3. júní 2007

Sérlákur fer á kostum

Í dag uppfærðum við vírusavörnina enda ekki vanþörf á. Tölvan er góður ferðafélagi og þarf að geta varið sig þegar hin ýmsu aðskotadýr (þó ekki amöbur) ráðast á hana á framandi netkaffihúsum.

Nýja vírusavörnin, sem hér eftir gengur undir nafninu Sérlákur, hefur bráðskemmtilegan karakter og ýmislegt gáfulegt til málanna að leggja. Eftirfarandi orð lét hún falla um okkar ástkæru heimasíðu:

Although suspicious, this new software or change may serve a legitimate purpose. Please investigate further before taking steps to correct this possible problem.

Ég er þó feginn að Sérlákur taldi þessa grunsamlegu heimasíðu, með sinn mögulega réttlætanlega tilverurétt, ekki teljast mikla ógn því hún féll í flokkinn Low Risk.

Engin ummæli: