Seinasti dagurinn okkar í Indlandi er í dag, í kvöld tökum við næturrútu til Delhi og á morgun fljúgum við þaðan til Kathmandu í Nepal. Sumsé ný borg og nýtt land.
Við erum búin að kveðja Indland undanfarna daga eins og sést hefur á færslunum. Það er skrýtin tilhugusun að fara héðan, eins sérkennilegt og það hljómar á Indland núna einhvern part í manni. Hvort það sé litla eða stóra tá veit ég ekki en tengslin eru til staðar.
Við erum búin að versla það sem til stóð í þessum bæ, búin að koma tveimur stórum kössum í póst og einum litlum böggli sem einhver heima á klaka fær, búin að kveðja góða ferðafélagann okkar Indlandsbókina og búin að festa kaup á tveimur notuðum Nepalsbókum.
Við vitum ekki alveg út í hvað við erum að fara í Nepal. Við erum ekki búin undir nein trekk og árstíðin fyrir slíkt er hvort sem er liðin. Við stefnum sem sagt beint í óvissuna og ætlum bara að sjá hvað kemur út úr því. Eina sem er víst er að það er heitara í Kathmandu en McLeod Ganj og að þar er töluð nepalí.
Myndir frá dvöl okkar í McLeod Ganj eru komnar á netið: Hér!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli