Um þessar mundir er mikið um frí hér í Víetnam og þegar við ætluðum að kaupa okkur miða frá Ninh Binh til Hué reyndist uppbókað í bæði lestina og svefnrútur. Við létum okkur því duga sæti í loftkældri næturrútu. Skilaði hún okkur af sér hér í Hué um hálfsjöleytið í morgun, örþreyttum og svefnlausum.
Ég fór á hótelveiðar meðan Ásdís passaði farangurinn og bar nú heldur betur vel í veiði. Við fengum herbergi með loftkælingu, herbergisþjónustu, gervihnattasjónvarpi, ísskáp og síðast en ekki síst nettengdri tölvu. Öll herlegheitin fyrir átta dollara á sólarhring.
Þegar upp á herbergi var komið fórum við í yndislega sturtu og lögðum okkur. Restin af deginum var tekin á þessu þægilega tempói og svo er planið að fara snemma í háttinn því morgundagurinn verður sko tekin með trompi.
2 ummæli:
Bölvað okur er þetta í Nam,8 dollarar, það er meira en það kostar að fara í strætó í Reykjavík.
geiriiiiiiiiiiiiiii
Það má nú segja! Nei, nei þetta voru góð kaup. Annars er verðskynið orðið svolítið beyglað eftir Indland, meira að segja Víetnamar verða hissa þegar ég segi að mér finnist eitthvað vera dýrt.
Skrifa ummæli