Heilsuhornið sem við höfum lengi haft tengil á, hér vinstra megin á síðunni, hefur fengið í sig firnamikið og gott líf. Þar fæ ég útrás fyrir alls kyns fræðslumola tengda heilsu, bæði skrifa ég sjálfur en einnig miðla ég myndskeiðum og greinum sem mér finnast áhugaverð.
Þar sem heilsufræði og iðkun íþrótta hafa átt hug minn allan mestan hluta minnar stuttu ævi vona ég að Heilsuhornið hjálpi mér að miðla af reynslu minni. Á sama tíma vonast ég eftir að reyndir og vitrir lesendur deili með mér og umheiminum visku sinni í formi ummæla. Njótið heil!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli