mánudagur, 5. nóvember 2007

Jóla hvað?

Það er von að menn spyrji sig, jóla-hvað er þetta á hnotskurninni? Eru bændur ekki enn í Asíu á flakki? Jú, en við erum samt að verða búin að kaupa allar jólagjafirnar í ár!

Einhverjar gjafir keyptum við á næturmarkaðnum í Luang Prabang, einhverjar verða keyptar í Bangkok eða Stokkhólmi, en flestar hafa hingað til verið keyptar á netinu. Sem þýðir að sjálfsögðu að við höfum setið á netkaffi hér í Siem Reap og velt vöngum af mikilli yfirvegun í eins ójólalegu umhverfi og hægt er. Ljósaseríur veitingastaðana bæta reyndar margt upp, svo Kambódíumönnum er fyrirgefið jólaleysið.

Ég sakna helst þess að fá smá jólatónlist með í spilið en um það er ekki að ræða á þessu kaffihúsi. Ég held ég fengi einhvern svip ef ég færi að spila jólalög hér á netkaffinu innan um stuttbuxurnar og sandalana og gestina sem eru ekki að raula með sjálfum sér Jólin, jólin allsstaðar.

Engin ummæli: