sunnudagur, 18. mars 2012

Sunnudagssalat

Sparisalat

Hér er eitt af mínum uppáhaldssalötum. Það sem er svo skemmtilegt við það er að þarna mætast sterka bragðið úr vorlauknum og sætan úr döðlum. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana!

1 poki af góðri salatblöndu, eða rífa sjálf í blöndu að eigin vali
brokkolí í smáum bitum
appelsínugul papríka í teningum
vorlaukur, smátt skorinn
rauð vínber, skorin til helminga
döðlur, þurrkaðar eða ferskar, skornar í þunnar sneiðar
Herbamare og jafnvel pipar ef vill

dressing: blanda saman ólívuolíu, balsamik ediki og hunangi, salti og pipar.

Hér er í raun ekki hægt að gefa upp nein mál heldur verður maður að prófa sig áfram til að fá fram rétta áferð og bragð í dressinguna. Mér finnst best ef dressingin er frekar sæt en beisk og því á ég það til að setja slatta af hunangi og svolítið af salti til að draga fram sætuna. Skemmtilegast er þegar dressingin er tiltölulega þétt í sér, þéttari en olían en þó þannig að hún dreifir sér vel á salatblöðin.

Til að poppa upp salatið enn frekar hef ég prófað að bæta út í það muldum nacho flögum með skemmtilegum árangri.

Njótið vel og heilsusamlega :)

1 ummæli:

Augabragð sagði...

Namm girnó. Það er einmitt algjör snilld að setja döðlur í salat! Ég uppgötvaði þetta ekki alls fyrir löngu :)