sunnudagur, 25. mars 2012

Vorveður









Það var skipt yfir í sumartíma í nótt svo við töpuðum þessum tíma sem við græddum fyrr í haust. Hér kemur reikningurinn sem maður lærði í grunnskóla í góðar þarfir, plús og mínus, tímastærðfræði.

Það er hiti í lofti og létt rigning. Ég fór í göngutúr með myndavélina til að
a) fá hreyfingu
b) hressa mig við eftir langa helgi (frí á föstudegi)
c) taka myndir af vorinu
d) taka myndir af marsmánuði (er að hugsa um ársmyndband 2012)

Að hitta kisuna var algjör bónus. Hún var reyndar svolítið illa lyktandi en það finnst ekkert á mynd.

Þessi árstíð er svona hvorki vetur né vor heldur millibilið sem mörg okkar kalla mars. Í ayurveda fræðunum er talað um marsmánuð sem mánuð öfganna þar við erum stöðugt undir ofurvald veðurbreytinga sett: heitt/kalt, heitt/kalt. Þetta kallar á ójafnvægi í líkamanum, dosha okkar, þar sem vatnið í kerfinu er í stöðugri þenslu og samdrætti. Þess vegna eru veikindi svo algeng í mars. Baldur er einmitt lasinn núna.

Engin ummæli: