mánudagur, 2. apríl 2012

Vetrarfærð





Nú er kominn vetur aftur. Eftir snjóléttan vetur og snjólausan mars byrjar apríl með látum. Snjór í lögum eins og lasagna á jörðinni og snjókoma eins og jólakoma.

Snjókoma er alltaf vera aufúsugestur í mínum augum þar sem allt lýsist svo fallega upp við komu hennar og svo marrar fallega í þéttum snjó. Hún er samt ekki eins velkomin svona þegar maður er búinn að tjalda til vorukomu og þarf í flýti að pakka teppi og nesti ofan í bastkörfu og sveipa sig handklæði svo maður heilsi henni ekki á baðfötunum einum fata.

Sjáumst hvað hún endist blessunin. Þetta verður spennandi keppni: Sól vs. snjór.

Engin ummæli: