föstudagur, 6. júlí 2012

Ein í kotinu


Þá eru Alexander og Petra farin heim til Lycksele í sumarfríið sitt, og við sitjum eftir ein heima. Þau fengu að fara fyrr úr vinnunni, klukkan ellefu, svo þau næðu bílferjunni klukkan hálf tólf og kæmust þannig í bankann í Mo i Rana. Þurfa að stofna norskan bankareikning nú þegar við erum á leið úr landi og getum ekki lengur borga reikningana þeirra *broskall*

Ég get ekki neitað því að ég hef hlakkað til þessa dags í svolítinn tíma, það verður gott að þurfa ekki að deila heimili með neinum næstu tvær vikurnar. Við Baldur getum þóst búa ein í þessu fína einbýli og sprangað um á nærbuxunum eins og okkur lystir! Ekki að við séum beinlínis mikið í því en samt, það er gott að hafa valmöguleikann.

Það fyrsta sem við gerðum eftir að krakkarnir fóru var að ná í iPhone-inn hennar Petru sem hún hafði gleymt í vinnunni og sem Joanne vaktstjóri bað mig um að taka með heim. Hafði sett lítinn miða á símann: Petra's phone - take me home Ásdís. Verst að ástralski hreimurinn hennar skilaði sér ekki á miðann, alveg elska þennan hreim.

Það næsta sem við gerðum þegar við komum heim í tómt húsið var ekki að gráta, þó svo að húsið virkaði tómlegt, heldur var það að spila tónlist og dansa. Settum í gang playlistann Lagalisti 2012 og dilluðum okkur við Titanium með Sia og David Guetta, We Found Love með Rihönnu, We Are Young með Fun, Ai se eu te pego! með Michel Teló, When I'm Alone með Lissie, Starship með Nicki Minaj o.fl. o.fl.

Svo sendi síminn hennar Petru henni sms til að láta vita að allt væri í lagi með sig og Baldur fékk leyfi til að spila SongPop í símanum (sem hann og gerði allt kvölið með tilheyrandi upphrópunum: Nýtt high score! Legendary! Ég er bestur í love songs! Ég er bestur í eitís!).

Nú ætlum við að borða eitthvað af matnum sem krakkarnir arfleiddu okkur af: Polarbröd, morot Lantbröd, Präst svensk hårdost, egg og mjólk og kannski einn banani. Hann verður með óhefðbundnu sniði kvöldmaturinn okkar í kvöld.

2 ummæli:

Augabragð sagði...

Glæsilegt! Mig vantaði svo góð hlaupalög. Þetta er komið á playlistann.

ásdís maría sagði...

Já, ég held að það sé ábyggilega gaman að hlaupa í takt við flest þessara laga. Gangi þér vel hlaupagarpur, ég er alltaf svo impóneruð af hlaupurum :)