mánudagur, 30. júlí 2012

Fyrsti dagurinn á Fróni

Untitled
Untitled

Við áttum ansi viðburðarríkan dag í gær, fyrsta heila deginum okkar heima. Baldur fór að heimsækja afa sinn og á meðan fórum við pabbi að versla í bruns. Baldur og Pétur komu síðan í umræddan bruns þar sem ýmsu hafði verið til tjaldað. Kantalópur, greipaldin, vínber og epli, havarti ostur, hummus, kóngabrauð frá Jóa Fel, engifersafi, grísk jógúrt, lífrænt hunang og síðast en ekki síst jarðarberja-myntu smoothie sem Hulda blandaði fyrir okkur.

Klifrað á loftvarnarbyrgjum
Untitled

Eftir bruns fór Hulda í flug og við Baldur ásamt pabba fórum í Öskjuhlíðina á stefnumót við Náttúruhreyfinguna þar sem við hittum annan Pétur dagsins. Sá ætlaði að kenna okkur að hreyfa okkur í náttúrunni áreynslulaust og við tók klöngur upp á loftvarnarbyrgi, jafnvægisæfingar á slám og klifur í trjám og skógarbotnaskrið. Auðvitað rákumst við á kanínu og auðvitað fór Baldur á harðarstökki á eftir henni og endursentust þau nokkrum sinnum þvert yfir hlíðina þangað til kanínan faldi sig rækilega undir trjágreinum furu.

Kanínan og Baldur

Við skelltum okkur þvínæst í sjósund í Nauthólsvík. Fiðrildið sem ég fæ iðulega í magann áður en ég dempi mér í kaldan sjó lét á sér kræla og mikið rosalega voru fyrstu augnablikin köld og erfið. En það er alltaf sama sagan, maður venst vatninu fyrr en varir og ég synti þarna nokkrar ferðir í lóninu. Hefði vel getað hugsað mér að synda út í Jónas feita ef ég hefði ekki verið ein á ferð, Baldur búinn að spæna sig upp að strönd og fleygja sér yfir í heita pottinn og pabbi ekki einu sinni haft fyrir því að fara úr heita pottinum.

Aldin
Aldin
Untitled

Til að fá okkur eitthvað í gogginn fór litli hópurinn úr Öskjuhlíðinni því næst á veitingastaðinn Aldin í Austurstræti. Huggulega afslöppuð stemmning og hlýlega innréttað, og alveg fínn matur.

Póstkort

Í Iðu
Við tjörnina
Untitled

Við kvöddum hina náttúruhreyfingargemlingana og tríóið hélt yfir í Iðu í almennt bókaflett. Iða er ein af uppáhaldsbókabúðunum mínum og ég get varið löngum stundum í að gramsa og skoða. Ég var búin að ákveða að ég skyldi njóta sumarfrísins í botn og lesa einhverja voðalega góða bók. Ég rakst á bókina The Tiger's Wife eftir Téu Obreht. Bókin hlaut Orange verðlaunin í fyrra og umsagnirnar voru svo lofsamlegar að ég sannfærðist að endingu um að hér væri fyrsta bók sumarfrísins komin.

Við höfnina
Tapasbar
Untitled
Lundafugl

Við kíktum á tjörnina, fengum okkur ís, rúntuðum niður Laugarveginn og gengum um höfnina. Kíktum inn á Tapashúsið til að skoða og enduðum inn á Slippbarnum þar sem Baldur og pabbi tefldu eina skák og ég skoðaði alla fallegu munina sem er að finna í lobbýi Hótel Marina.

Cappucino
Slippbarinn
Café Haiti

Engin ummæli: