föstudagur, 30. nóvember 2012

Jólasmá

Þá er ég aðeins farin að setja upp skraut fyrir jólin, bara smá hér og þar. Jólafjölskylda sem við fengum í Ikea hangir nú í eldhúsglugganum, mandarínur eru étnar í öll mál og (því er nú verr) piparkökur líka, og með heitu kakói á kvöldin.

Að öðru. Fórum að sjá hina frábæru sýningu Sögu þjóðar í Borgarleikhúsinu í gær. Mæli með'enni.

Jólapabbi
 
Jólastrákur og Jólastelpa
 
Mandarínukassi
 
Jólamamma
 
Mandarínur
 
Kakó og piparkökur

Engin ummæli: