Ég útbjó aðventukransinn fyrr í kvöld. Inn í upplýstu eldhúsinu, horfandi út í rökkrið, klippandi greni, hnusandi af barrnálum, jólalykt beint í nef.
Ég hef alltaf sama háttinn á og geri eins og mamma gerði, þ.e. krans úr lifandi greni, stungið í skál með leir, fjögur kerti, hnetur og svo smáskraut á greinarnar: sveppir, jólabjalla, köngull, jólaálfar.
Kveikti svo á spádómskertinu og það logar enn, ætla að leyfa því að loga fram yfir miðnætti.
2 ummæli:
notó :-)
Segðu! Takk fyrir grenið sæti :)
Skrifa ummæli