fimmtudagur, 27. desember 2012

Jól og afmæli

Þá eru helgustu dagar jóla liðnir og þetta hafa verið alveg dásamleg jól! Er ekki hægt að endurtaka leikinn bara strax í dag?

Þetta voru yndisleg jól með öllu tilheyrandi: söngur tenóra niðri á Ingólfstorgi á Þorláksmessu og heitt súkkulaði eftir á; labbitúr í Fossvogskirkjugarð á aðfangadegi - eins og að koma í Kringluna á góðum degi svo margt var um manninn; góður matur, gott fólk og góðar gjafir (iittala jólin 2012!); miðnæturmessa með Páli Óskari og Móniku í Fríkirkjunni; jóladag sem bar upp á afmælisdag (aldrei þessu vant...); jólaboð og jólaspil (ég er orðspekingurinn!) á jóladag; jólaboð og jólarabb á 2. í jólum; konfekt, konfekt, konfekt; 33 túlípanar frá Amsterdam (lúv it!) og aðrar frábærar afmælisgjafir; jólatónlist, jólakúr og jólakós; hnetusteik í öll mál; Baggalútur; greniilmur; sofið út... Já, af hverju geta jólin ekki verið sérhvurn dag?

Hér að neðan gefur að líta nokkrar myndir - snapshots - af þessum yndislega tíma ársins. Það er nefnilega svo margt að upplifa með augunum á jólunum og myndavélin er svo skemmtileg að hún grípur augnablikin oft ekkert síður en augun.

Á þessum jólum þá:

Stóð þessi fura í Fossvogskirkjugarði skreytt rauðum slaufum

Tréð skreytt slaufum
 
 Kveiktum við á fjórða kerti aðfangakransins á Þorláksmessu, þegar við vorum búin að ganga Laugaveginn og komin inn með heitt piparmyntusúkkulaði í bolla og nýbakaðar smákökur.  

4. í aðventu

 Fengum við okkur grjónagraut í hádegismat og Baldur faldi möndluna - sem ég svo fann! Og rauðir og jólalegir túlípanarnir fengu að koma með okkur heim úr búðinni.
 
Grjónagrautur með möndlu
 
Var möndlugjöfinni pakkað inn...
 
Möndlugjöfin
 
Og hún opnuð! Reyndist vera kvæðin hans Jóhannesar úr Kötlum um jólakomuna!

Möndlugjöfin

Settumst við til borðs klukkan sex á aðfangadag, þegar bjöllunum hafði verið hringt og orðið heilagt.
 
Aðfangadagur
 
Fengu allir jólabland í glasið sitt.
 
Untitled
 
Var reyktur silungur og fyllt egg í forrétt.
 
Untitled
 
Forréttur
 
Untitled
 
Untitled
 
Untitled

Var jólatréð hlaðið pökkum!
 
Jólatréð og gjafirnar

Voru pakkarnir hver öðrum fallegri!
 
Jólapakki
 
Untitled
 
Jólapakki

Var tekin góð pása á jóladag - eftir hátíðarmessu og fyrir jólaboð hjá pabba og Huldu - þar sem konfekt, jólabland og bók komu við sögu.
 
Huggulegheit á jóladegi

Og heitt súkkulaði í nýju bollunum!
 
Heitt súkkulaði í nýjum bolla
 
Untitled

Blómstruðu rauðu túlípanarnir.
 
Rauðir túlípanar
 
Blómstruðu appelsínugulu, rauður og fjólubláu túlípanarnir frá Amsterdam.
 
33 túlípanar frá Amsterdam
 
Átti þessi stelpa afmæli!
 
Afmælisstelpan og túlípanarnir
 
Untitled
 
Myndalegur vöndur
 
Átti þessi stelpa fullt í fangi með túlípana!
 
Fangið fullt af blómum

4 ummæli:

Tinnsi sagði...

Fullt fang af túlípönum! Til hamingju með afmælið Ásdís. Við söknuðum ykkar í gær. Gleðilegt nýtt ár!!

ásdís maría sagði...

Takk takk Tinna :) Og gleðilegt nýtt ár!

Frú Sigurbjörg sagði...

Datt inn á síðuna þína fyrir tilviljun og verð að segja þér að ég er búin að fletta í gegn gjörsamlega dolfallin yfir myndunum þínum sem er hver annari fallegri. Takk fyrir öll þessi konfekt fyrir augað!

ásdís maría sagði...

Kærar þakkir fyrir þessi fallegu orð! Og takk fyrir að gefa þér tíma til að skilja eftir ummæli, mér þykir mjög vænt um það :)