miðvikudagur, 9. janúar 2013

Jólin að klárast

Þá er þrettándinn liðinn og jólin þar með formlega liðin undir lok. Venjulega verð ég döpur við þetta tilefni en núna finn ég ekki til þess. Það er kannski af því maður er farinn að venjast jólahaldinu svo vel og veit að það þarf að taka enda. Af hverju eru jólin ekki sérhvern dag? Þá yrðu jólin bara hversdagsleg og sljó, söng HLH flokkurinn með Siggu Beinteins og þau höfðu rétt fyrir sér.

En kannski er ég óvenjubrött af því það eru spennandi tímar framundan. Við Baldur erum nefnilega bæði að fara að kenna jóga upp í Yoga Shala hennar Ingibjargar! Er með smá kvíðahnút í maganum og er þessa dagana að æfa upphafs- og lokamöntruna:

Vande gurunam!
Lokah samastah!

Ég verð að kenna ashtanga 1 jóga á þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:30-17:40, og Baldur kennir föstudagskvöldtímana kl. 18:50-20:00.

Snjókoma!
 
Untitled
 
IMG_7569
 
IMG_7583
 
IMG_7587

Engin ummæli: