miðvikudagur, 16. janúar 2013

Nýársheit 2013

Í fyrra voru nýársheitin tólf talsins - verða þau þá ekki að vera þrettán í ár? Ég held það!

Hér kemur listinn, tada!:
  1. Lesa fimm klassísk verk veraldarsögunnar
  2. Lesa skáldverk allavega fimm íslenskra höfunda sem ég hef aldrei lesið áður
  3. Læra að elda franskar bökur
  4. Verða flinkari í að útbúa matmikil salöt og undir þetta fellur: finna æðislega uppskrift að Salad Nicoise og taboule
  5. Skrifa þakklætisdagbók
  6. Útbúa dreamboard
  7. Bakstur: baka rauða flaujelsköku og key lime pie
  8. Læra að búa til gnocchi
  9. Þjálfa mig í portrait myndatökum
  10. Læra á ný forrit fyrir ljósmyndavinnslu
  11. Byrja á A Course in Miracles
  12. Heimsækja eitt nýtt land á árinu
  13. Hlúa vel að öllum átta öngum jóga
Endurtekið efni sem ég ætla að hafa á bak við eyrað:
  • Prjóna á sjálfa mig lopapeysu
  • Blogga reglulega
  • Kaupa myndbandsupptökuvél og safapressu
  • Skrifa bók
Þessi listi er að sjálfsögðu settur fram af ákveðinni léttúð. Ég hef  hug á að ná þessum markmiðum en á sama tíma set ég mig ekki í skrúfstykki. Hins vegar verð ég að viðurkenna að hingað á hnotskurnina hef ég aðeins sett brotabrot af þeim nýársheitum sem ég hef sett mér. Nú, hvað meina ég með því? Jú, ég hef skrifað niður í bók ein 101 nýársheit fyrir árið! Besta að fara til að halda á þessum spöðum svo vel sé.

Engin ummæli: